Facebook síða fagfólks

Jafnréttisstofa heldur úti sérstakri Facebook síðu í tengslum við þetta verkefni. Síðan er hugsuð fyrir fagfólk sem hefur áhuga á að fá nýjustu fréttir og ábendingar um áhugavert efni í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Bent er á almennar fréttir úr fjölmiðlum, viðburði sem tengjast málaflokknum, tilkynningar frá stjórnvöldum, nýtt fræðslu efni og aðra hluti sem Jafnréttisstofa fær ábendingar um og gæti nýst fagfólki sem starfar með fólki og vill vera meðvitað um að skjólstæðingar þeirra gætu mögulega hafa orðið fyrir ofbeldi og þekkja úrræðin.