Upplýsingar fyrir fatlaðar konur

Bæklingarnir Ofbeldi gegn fötluðum konum voru unnir í tengslum við rannsóknina Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Fatlaðar konur sem þurfa að reiða sig á stuðning annarra eru gjarnan í aðstæðum sem einkennast af valdaójafnvægi. Þá getur verið erfitt fyrir þær að segja frá ofbeldinu eða sækja sér hjálp, þar sem gerandinn kann að vera manneskja sem þær þurfa að reiða sig á aðstoð frá.

Í bæklingunum er stutt samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar og upplýsingar um hvað ofbeldi er og hvert er hægt að leita ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi. Bæklingurinn er aðgengilegur á auðskildu máli, á táknmáli og á hljóðskrá.

Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var styrkt af Daphne III áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og er birt hér með leyfi höfunda.

Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum: Stutt skýrsla um helstu niðurstöður rannsóknarinnar (pdf) 

Ofbeldi gegn fötluðum konum og hvernig þeim gekk að fá hjálp: Stutt skýrsla á auðlesnu máli (pdf)

Bæklingurinn Ofbeldi gegn fötluðum konum á táknmáli (YouTube)

Bæklingurinn Ofbeldi gegn fötluðum konum á hljóðskrá:

Ofbeldi gegn fötluðum konum (Soundcloud)

Hvert get ég leitað ef ég hef orðið fyrir ofbeldi? (Soundcloud)