Útvarpsþátturinn Kverkatak

Í útvarpsþáttunum Kverkatak er rýnt í heimilisofbeldi, eðli þess, áhrif og afleiðingar. Málaflokkurinn er ræddur, rýndur og skoðaður með gerendum, þolendum, aðstandendum og fagfólki. Þættirnir eru mjög upplýsandi um aðstæður þolenda ofbeldis og fjallað erum þau úrræði sem fólki stendur tilboða sem leið út úr aðstæðunum. Umsjónarmenn eru Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Framleitt af RÚV haustið 2018 í samstarfi við Jafnréttisstofu.

 

Kverkatak - 1. þáttur - Af hverju fórstu ekki?

Í þessum fyrsta þætti er rýnt í afleiðingar heimilisofbeldis fyrir einstaklinga og samfélag. Við heyrum sögu Hugrúnar Jónsdóttur sem var í ofbeldissambandi í sjö ár og segist heppin að hafa komist lífs af úr sambandinu. Umsjónarmenn: Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir Hljóðsetning: Úlfhildur Eysteinsdóttir Viðmælendur: Hugrún Jónsdóttir, Drífa Jónasdóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Ástþóra Kristinsdóttir.

 

Kverkatak - 2. þáttur: Gerendavænt kerfi?

Í öðrum þætti af Kverkataki heyrum við sögu konu sem var í ofbeldissambandi í átján ár. Við skoðum kerfið og hvernig þolendur recast oft á veggi innan þess þegar þeir reyna að komast út úr ofbeldissambandinu. Umsjónarmenn: Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Hljóðsetning: Úlfhildur Eysteinsdóttir Viðmælendur: Sonja Einarsdóttir, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir.

 

Kverkatak - 3. þáttur - Börn og aðrir aðstandendur

Í þriðja þætti af Kverkataki er heimilisofbeldi skoðað með augum barna og einnig rýnt í þá erfiðu stöðu sem aðstandendur þolanda finna sig oft í. Við heyrum sögu konu sem bjó við ofbeldi í æsku og sögu ungrar konu sem horfði á eftir móður sinni í ofbeldissamband. Við heyrum líka frásögn vinkvennana Maríu og Guðrúnar um það þegar önnur þeirra var í ofbeldissambandi og hvað gerðist þegar hin fór að reyna skipta sér af. Umsjónarmenn: Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Hljóðsetning: Úlfhildur Eysteinsdóttir. Viðmælendur: Jóhanna Margrétardóttir, Maren Rún Gunnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Sonja Einarsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir. 

 

Kverkatak - 4. þáttur - Hvar og hverjir eru þessir gerendur?

Í fjórða þætti Kverkataks beinum við sjónum að gerendum. Er til staðalímynd af geranda? Hverjir eru þessir gerendur og af hverju er svona erfitt að hafa upp á þeim? Hveð einkennir gerendur og eiga þeira eitthvað sammerkt? Umsjónarmenn: Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Hljóðsetning: Úlfhildur Eysteinsdóttir. Viðmælendur: Einar Gylfi Jónsson, Guðrún Kristinsdóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir.