Um verkefnið

Jafnréttisstofa hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt til að standa straum að verkefninu Byggjum brýr Brjótum múra – Samvinna í heimilisofbeldismálum. Verkefnið er unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Lögregluna á Suðurnesjum, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Meginmarkmið verkefnisins er að uppræta ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi og er lagt upp með að tilkynningum til lögreglu muni fjölga um 20% á þeim 30 mánuðum sem verkefnið stendur. 

  • Á síðasta ári bárust lögreglu 890 tilkynningar um heimilisofbeldi á Íslandi.
  • Samkvæmt rannsóknum hafa ein af hverjum fimm þunguðum konum á Íslandi upplifað heimilisofbeldi. Það gera um 900 hundruð konur á ári.
  • Árið 2017 dvöldu 251 einstaklingar í Kvennaathvarfinu. Þar af 103 börn. Óvenjuhátt hlutfall kvenna sem leitar til Kvennaathvarfsins er af erlendum uppruna, eru fatlaðar eða eiga við einhverskonar veikinda að stríða.
  • Hafi ofbeldi einu sinni verið beitt gegn maka gerist það nær örugglega aftur og stigmagnast nema gripið sé inn í með markvissum aðgerðum.
  • Markmið verkefnisins er að sameina krafa samfélagsins gegn ofbeldi og sýna fram á að það er von um betra líf.

 

Megininntak verkefnisins er að miðla reynslu af aðferðum sem hafa skilað árangri í baráttunni gegn ofbeldi í náunum samböndum, mynda tengsl á milli aðila, bjóða upp á fræðslu og standa að vitundarvakningu fyrir alla landsmenn. Vitundarvakningin ber titilinn Þú átt VON og er lögð áhersla á að sýna þolendum ofbeldis að það er von á betra lífi. Í vitundarvakningunni er lögð áhersla á að draga fram reynslu þolenda og gerenda á að komast út úr aðstæðunum með stuðningi fagfólks og sýnd sú fjölbreytta þjónusta sem stendur fólki tilboða.

Hér er því ekki um nýja þjónustu við brotaþola og gerendur að ræða heldur er leitast við að efla þau úrræði sem þegar eru til staðar auk þess að styrkja þekkingu og færni fagaðila í að greina ofbeldi. Einnig er lögð áhersla á að gera úrræðin sýnileg í samfélaginu. Verkefnið nær til alls landsins. Landinu skipt upp eftir lögregluumdæmum og er verklag ríkislögreglustjóra í heimilisofbeldismálum grunnurinn að samstarfi fagfólks innan hvers svæðis. Sérstök áhersla er lögð á viðkvæma hópa en samkvæmt rannsóknum eru þeir einkum konur af erlendum uppruna, konur með fötlun og konur sem eiga von á barni.

Þetta verkefni var styrkt af áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt (Rights, Equality and Citizenship Programme 2014-2020). Efni þessara vefs er birt á ábyrgð Jafnréttisstofu og endurspeglar ekki afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Sérstök Facebook síða er rekin í tengslum við verkefnið en hún er sérstaklega hugsuð fyrir fagfólk sem hefur áhuga á að fá nýjustu fréttir og ábendingar um áhugavert efni í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. 

Lokaskýrsla verkefnisins má lesa hér. 

 

Lógó ESB