Úrskurður kærunefndar jafnréttismála: Synjun ÍSOR á launuðu leyfi til karls var ekki brot á jafnréttislögum
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi ekki brotið gegn jafnréttislögum þegar karlkyns starfsmanni var synjað um launað leyfi til að styðja kvennaverkfallið 24. október árið 2023. Kærunefnd jafnréttismála taldi að þó synjunin hefði falið í sér mismunun á grundvelli kyns væri hún réttlætanleg sem sértæk aðgerð sem stuðlar að jafnrétti kynjanna.
Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein
Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er ein áleitnasta áskorun jafnréttis- og mannréttindamála samtímans. Skilgreining hugtaksins mótast hratt, samhliða tækniþróun, og reynir að fanga ofbeldi sem beinist að konum og stúlkum – eða fólki vegna kyns, kyngervis eða kyntjáningar – sem er framkvæmt og breiðist út með hverskonar hagnýtingu á tækni.
Ofbeldið getur átt sér stað á netinu, í símum, á samfélagsmiðlum eða með aðstoð gervigreindar. Birtingarmyndir eru fjölbreyttar og íþyngja...