19. júní fer fram kvennasöguganga á Akureyri kl. 16:30

Jafnréttisstofa vill minna á að þann 19. júní fer fram kvennasöguganga á Akureyri. Gangan hefst við nýja kaffihúsið í Lystigarðinum, Café Björk, kl. 16:30 og endar við Minjasafnið á Akureyri. Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins mun ávarpa göngufólk. Leiðsögumaður kvennasögugöngunnar í ár er Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnsins. 

Boðið verður uppá kaffi að göngu lokinni. Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í Innbænum. Kvennasögugangan er nú gengin í fimmta sinn á Akureyri en þátttaka hefur alltaf verið mjög góð. Gangan hefur myndað nýja tengingu við Innbæinn og varpar ljósi á líf kvenna sem höfðu margar hverjar mikil áhrif á bæjarlífið á sínum tíma.