Af hverju bara á Íslandi, Ný barnalög án dómaraheimildar - Norrænn samanburður

Félag um foreldrajafnrétti efnir til ráðstefnu, föstudaginn 10. febrúar kl. 13:30 í Háskólanum í Reykjavík, vegna fyrirhugaðra breytinga á barnalögum varðandi forsjá, umgengni og fleira. Ráðstefnan ber heitið "Af hverju bara á Íslandi, Ný barnalög án dómaraheimildar - Norrænn samanburður" og mun fjalla um heimild dómara til að ákveða hvort foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns en jafnframt verður komið inn á aðra þætti fyrirhugaðra breytinga. 
 


Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins.