Af hverju gengur þetta svona hægt? Konur, kosningar og fjölmiðlar

Ekki er deilt um mikilvægi þess að jafna völd og áhrif kvenna og karla í samfélaginu. Það á ekki síst við á sviði stjórnmála og fjölmiðla. Nýleg rannsókn Önnu Lilju Þórisdóttur, MA í blaða- og fréttamennsku, sýnir mikla kynjaskekkju í stjórnmálaumfjöllun íslenskra dagblaða mánuðinn fyrir Alþingiskosningar 2009. Karlar í framboði fengu talsvert meiri umfjöllun en konur og voru nær einráðir sem álitsgjafar í aðdraganda kosninganna. Þó voru konur jafn virkar og karlar við greinaskrif í dagblöðum. Á málþinginu verður spurt hverju þessi kynjaskekkja í fjölmiðlum sæti og hvernig megi ráða bót á henni.Dagskrá:
1. Anna Lilja Þórisdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku: Dáðleysi kvenna.
Eða er öðru um að kenna?

2. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt og verkefnisstjóri í blaða- og fréttamennsku og Eygló Árnadóttir MA í kynjafræði: Kynning á Alþjóðlegu fjölmiðlavöktuninni GMMP og á hlut kynja á framboðslistum til sveitastjórnarkosninga 2010

3. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, Ingimar Karl Helgason vaktstjóri á Stöð 2: Sjónarhorn af vettvangi, stutt innlegg

4. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fv. menntamálaráðherra. Viðbrögð stjórnmálamanna, núv. og fyrrv. ráðherra mennta- og menningarmála, stutt innlegg

Fundarstjóri: Sigrún Stefánsdóttir , doktor í fjölmiðlafræði.

Eftir erindum verða almennar umræður. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Stofnun stjórnsýslufræða, kynjafræði innan stjórnmálafræðideildar og
blaða- og fréttamennska innan félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands