Afmælismálþing jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs efnir til afmælismálþings miðvikudaginn 6. maí. Málþingið er haldið í Salnum í Kópavogi. 
 
Karlar og femínismi, forréttindi og 6dagsleiki er meðal þess sem rætt verður á málþinginu þar sem rýnt er í jafnréttismál í samtímanum frá breiðu sjónarhorni. Þá verður ný jafnréttis- og mannréttindastefna bæjarins kynnt en hún var samþykkt í bæjarstjórn í liðinni viku. 
 
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar fagnar 40 ára afmæli á árinu en Kópavogur var fyrst sveitarfélaga til að setja nefnd um jafnréttismál á laggirnar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur málþingið opnar sýningu um frumkvöðla á meðal kvenna í Kópavogi í anddyri Salarins. Sýningin er sett upp að tilstuðlan afmælisnefndar Kópavogsbæjar í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.


Dagskrá málþingsins er sem hér segir: 
 
Ragnheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs  kynnir jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar
 
Hjálmar Gunnar Sigmarsson, kynjafræðingur, flytur erindið: Karlar og femínismi - Hlutverk, reynsla og ábyrgð karla í jafnréttisbaráttunni.
 
Auður Magndís Auðardóttir,félags- og kynjafræðingur flytur erindið:  Um forréttindi  og 6dagsleikann.
 
Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi flytur erindið: Þarf jafnara jafnrétti.
 
Þá tekur til máls Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og ritstjóri.
 
Þau munu síðan ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttakonu