Áhrif kynbundins ofbeldis á vinnumarkaði

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands verður með hádegisfyrirlestur á Jafnréttisstofu í dag kl. 12:00. Þar mun Drífa fjalla um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnumarkaði og velta fyrir sér hvaða áhrif slíkt ofbeldi á vinnustað hefur á laun, framgang og stöðu einstaklinga á vinnumarkaði.

Hádegisfyrirlesturinn er liður í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

 

Jafnréttisstofa er staðsett á Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Borgir eru háa húsið við hlið Háskólans á Akureyri.
 
Allir velkomnir.

Hér er kynningin hennar Drífu.