Áhugaverðir atburðir næstu daga

Minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur verður afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs þann 7. nóvember. Heiðar Eiríksson flytur fyrirlesturinn Mansal og kynlífsþrælkun í tengslum við friðargæslu Sameinuðu þjóðanna á Fimmtudagshlaðborði Akureyrarakademíunnar, þann 8. nóvember. Kynjafræðiþing verður svo haldið 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Boðið er upp á um 70 fyrirlestra í 16 málstofum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.

Nánari upplýsingar má lesa í atburðardagatali Jafnréttisstofu og á heimasíðum skipuleggjanda:

KRFÍ

Akureyrarakademían

RIKK