Alþingiskosningar og kynin 2013

Í alþingiskosningum 27. apríl síðastliðinn varð breyting á hlutfalli kvenna á alþingi. Í kosningum árið 2009 var hlutfall kvenna 42,9% en er nú 39,7%.

Hlutfall kvenna er í dag hæst meðal þingmanna Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, fjórar konur og þrjá karla. Samfylkingin fékk níu þingmenn kjörna, fjórar konur og fimm karla. Framsóknarflokkurinn fékk 19 þingmenn kjörna, átta konur og 11 karla. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 19 þingmenn kjörna, sex konur og 13 karla. Tvö ný framboð náðu kjöri til Alþingis. Björt framtíð fékk sex þingmenn, tvær konur og fjóra karla. Píratar náðu þremur þingmönnum inn, einni konu og tveimur körlum.

Þegar hlutfall kynja í kjördæmum er skoðað kemur í ljós að í Norðausturkjördæmi er hlutur kynja jafn. Þar náðu 10 þingmenn kjöri, fimm konur og fimm karlar. Mestur munur er á hlutfalli kynjanna í Reykjavíkurkjördæmunum. Í báðum kjördæmum eru 11 þingmenn, fjórar konur og sjö karlar.