Alþjóðleg ráðstefna um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu

Jafnréttisstofa í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Kauphöllina, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík skipuleggur nú alþjóðlega ráðstefnu um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu. Ráðstefnan veitir fólki í viðskiptalífinu, fræðimönnum og sérfræðingum tækifæri til að ræða gildi fjölbreyttrar forystu þegar kemur að ákvarðanatöku, rekstri og vinnumenningu fyrirtækja.Einn fremsti fræðimaður í heiminum þegar kemur að rannsóknum á kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, professor Siri Terjesen við Indiana háskóla í Bandaríkjunum flytur erindi þar sem hún ræðir viðfangsefnið í alþjóðlegu samhengi. Siri er eftirsóttur fyrirlesari og er því mikill akkur að fá hana til Íslands. Siri hefur hlotið fjölda viðurkenninga, hún hefur skrifað fjölda fræðigreina í viðurkennd tímarit m.a. um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu.

Einnig gefst á ráðstefnunni tækifæri til að hlýða á niðurstöður nýrra rannsókna hérlendis á stjórnarháttum og stjórnun fyrirtækja frá fræðimönnum í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Ráðstefnan fer fram 29. maí nk. frá kl. 10.00-16.00 á Grand Hótel Reykjavík

Skráning á ráðstefnuna