Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður boðið upp á spennandi viðburði í Reykjavík, á Akureyri og í Kaupmannahöfn. Fjallað verður um kynhlutverk og kynskiptan vinnumarkað,  útlitsdýrkun og lýtaaðgerðir, nýjar leiðir á traustum grunni, hrun og heimsmet í kynjajafnrétti og þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis. Í tilefni dagsins verður einnig stofnað nýtt félag  um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Jafnréttisstofa hvetur alla til að kynna sér viðburði dagsins. Klukkan 8:15  Málþing í tilefni 20 ára starfsafmælis Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis - Þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis: Hver er staðan nú og hvert stefnum við? Málþingið fer fram á Hótel Sögu. Nánar. 

Klukkan 9  Stjórnarseta í erlendum fyrirtækjum-Alþjóðleg þátttaka íslenskra stjórnarkvenna, Harpa- Ríma Nánar.

Klukkan 11:45 Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir? Dagskráin fer fram á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi B. Nánar.

Klukkan 12  Útlitsdýrkun og lýtaaðgerðir – er of langt gengið? Hótel KEA, Akureyri. Nánar. 

Klukkan 17:00  Nýjar leiðir á traustum grunni 
Fundarstjóri: Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Ávörp:
Hildur Lilliendahl: Femínismi, aktívismi og internetið
Elsa B. Friðfinnsdóttir: "Tvær vikur að vinna fyrir gúmmístígvélum"
Nurashima A Rashid: Réttur kvenna til heilbrigðis, ekki auðveld barátta
Kristín Á. Guðmundsdóttir: Upprætum launamisrétti - opnum augun fyrir nýjum gildum í heilbrigðisþjónustunni
Heiða Eiríksdóttir syngur 
Maríanna Traustadóttir: Jafnlaunastaðall - nýtt verkfæri
Steinunn Rögnvaldsdóttir: Stríðið gegn konum
Birna Þórðardóttir: Ein- með öðrum
Dagskráin fer fram í Iðnó. 

Klukkan 17:30 Stofnfundur nýs félags: Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kl. 17.30. Nánar. 

Klukkan 18:30 „Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn – fimm árum síðar“ í Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Nánar


Heyrst hefur að femínistar ætla að skemmta sér fram á nótt. Jafnréttisstofa óskar þeim góðra skemmtunar.