ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA

Jafnréttisstofa minnir á hádegisfundi í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars.

Á Grand hótel Reykjavík er yfirskrift fundarins Öll störf eru kvennastörf! Brjótum upp kynbundið náms- og starfsval. Dagskrá fundarins má finna hér.

Í anddyri Borga á Sólborgarsvæðinu á Akureyri verður hins vegar fjallað um ungt fólk og er yfirskriftin Líðan ungs fólks. Hvað er til ráða?  Dagskrá fundarins má finna hér.

Báðir fundirnir hefjast klukkan 11:45.