Ályktun fundar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Á fjölmennum fundi sem Zontaklúbbarnir á Akureyri og Jafnréttisstofa stóðu fyrir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 Fundurinn skorar á á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra að tryggja að lögum um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sé framfylgt. 

 Fundurinn skorar á Sýslumanninn á Akureyri og Akureyrarbæ að taka upp verklag lögreglunnar á Suðurnesjum og félagsþjónustunnar í heimilisofbeldismálum.

 Fundurinn hvetur alla karla til að láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi gegn konum sem viðgengst í íslensku samfélagi eins og annars staðar. Ofbeldi gegn konum  á aldrei að líðast en það er ein hindrunin fyrir því að  kynin standi jafnt að vígi  í samfélaginu. Árangur næst ekki nema allir, karlar og konur, taki höndum saman.