Ár jafnra tækifæra

Evrópuárið 2007, Ár jafnra tækifæra fyrir alla, á að vekja athygli almennings á að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum án tillits til uppruna, kyns, trúar, lífsskoðunar, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar og aldurs. Árið verður sett formlega í Iðnó þann 25. apríl.  

Ár jafnra tækifæra
Styrkurinn í fjölbreytni

Ráðstefna í Iðnó miðvikudaginn 25. apríl 2007 kl. 14-18


Fjölbreytileiki mannfólksins í Evrópu er dýrmæt auðlind en vannýtt sökum fordóma og staðalmynda. Á árinu verður einblínt á kosti fjölbreytileikans og unnið gegn hvers konar mismunun.

Ísland tekur fullan þátt í verkefninu. Í tilefni af setningu ,,Árs jafnra tækifæra" hérlendis efnir félagsmálaráðuneytið til ráðstefnu í Iðnó þann 25. apríl. Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar um áhrif jafnréttis og mismununar á samfélagið frá ýmsum sjónarhornum. Okkur er sérstakur heiður að fá Beate Gangås, umboðsmann jafnréttis og mismununar í Noregi, til að flytja erindi um hlutverk embættisins.

Verkefni tengd árinu verða kynnt og valin brot úr leikritinu Best í heimi verða sýnd.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ávarpar ráðstefnuna.

Ráðstefnan er í Iðnó og stendur frá klukkan 14 til 18. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á ráðstefnuna og kynna sér Ár jafnra tækifæra og verkefni tengd árinu.

Dagskrá ráðstefnunnar