Arfur Bríetar 150 árum síðar

Málþing í AkureyrarAkademíunni laugardaginn 10. febrúar kl. 14 - 17.


Í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur buðu Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Kvennasögusafn Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til málþings um Bríeti og arf hennar í september 2006. 27. janúar sl. hélt Kvenréttindafélag Íslands upp á 100 ára afmæli sitt.

Á þessum merku tvöföldu tímamótum í sögu kvennabaráttunnar á Íslandi heldur AkureyrarAkademían nú málþing í samstarfi við ofangreinda aðila og Jafnréttisstofu.

Dagskrá:

14:00 Ávarp: Sigrún B. Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar

14:10 Þorbjörg Inga Jónsdóttir form. KRFÍ: Bríet og kvennabaráttan. Kvenréttindafélag Íslands í 100 ár.

14:30 Upplestur, Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur: Úr bréfum Bríetar

14:40 Hrafnhildur Karlsdóttir, sagnfræðingur: Bríet

15:00 Söngur: Þórarinn Hjartarson

Kaffihlé

16:00 Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur: „Minn glaðasti ævitími“. Bríet og alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti kvenna.

16:20: Upplestur, Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur: Úr bréfum Bríetar

16:30: Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur: „Með hreinni hvatir og sterkari siðgæðistilfinningu“. Velferð og femínísmi innan íslenskrar kvennahreyfingar

17:00 Málþingsslit

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis