Ársskýrsla Jafnréttisstofu

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2010 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili. Starfsemi Jafnréttisstofu er margþætt og verkefni sem unnin voru á hennar vegum á árinu sýna það glöggt. Af þeim ber helst að nefna 10 ára afmæli Jafnréttisstofu, fjölbreytta útgáfu, kynningarstarf um jafnréttismál fyrir sveitastjórnakosningarnar, fræðslu fyrir starfsfólk félagsþjónustunnar og almenning um kynbundið ofbeldi auk fjölda námskeiða um kynjasamþættingu og kynjaða hagsstjórn og fjárlagagerð.

Lesa má skýrsluna hér.