Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2014 komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2014 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.
Starfsemi Jafnréttisstofu er margþætt og verkefni sem unnin voru á hennar vegum á árinu sýna það glöggt. Jafnréttisstofa stóð á árinu fyrir fjölmörgum námskeiðum og fræðslufundum víða um land m.a. um gerð jafnréttisáætlana, fjölskylduvæna vinnumenningu og kynjasamþættingu.

Jafnréttisstofa gaf út myndband um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulíf sem ætlað er sveitarfélögum og framhaldsskólum.  Jafnréttisstofa hélt einnig ráðstefnur í samstarfi við ýmsa aðila og kallaði inn jafnréttisáætlanir frá leik-, grunn- og tónlistarskólum sem og frá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2014