Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2023 er komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu fyrir árið 2023 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Eins og endranær var margt um að vera. Fyrirferðarmestu verkefni ársins lutu að eftirfylgni með því að fyrirtæki og stofnanir uppfylli lagaskyldur sínar um að öðlast jafnlaunavottun eða eftir atvikum jafnlaunastaðfestingu.

Þá var vitundarvakningin Meinlaust? áberandi á samfélagsmiðlum en á síðasta ári var sjónum beint að skaðsemi öráeitni gagnvart hinsegin fólki, fötluðu fólki og konum af erlendum uppruna.

Sjá meira hér.