Ársskýrsla Jafnréttisstofu komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu fyrir árið 2006 er nú komin út. Starf stofunnar á árinu var margþætt, en sérstök áhersla var lögð á málefni sveitarfélaga. Í kjölfarsveitarstjórnarkosninga var ákveðið að bjóða nýjum sveitarstjórnum upp á fræðslu um jafnréttismál. Einnig var farið af stað með nýtt Evrópuverkefni um stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum. Verkefnið hefur hlotið nafnið Jafnréttisvogin og er unnið undir stjórn Jafnréttisstofu í samvinnu við fjögur önnur lönd.


Líkt og undanfarin ár voru helstu verkefni Jafnréttisstofu söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda, auk þróunarstarfs, rannsókna og eftirlits með lögunum. Aukin eftirspurn var eftir ráðgjöf um málefni sem varða jafnrétti kynjanna, en helst var leitað eftir upplýsingum um gerð jafnréttisáætlana og ráðgjöf til einstaklinga varðandi brot á jafnréttislögum.

Ársskýrsluna Jafnréttisstofu