Auglýsing um styrki úr Jafnréttissjóði

Forsætisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum í Jafnréttissjóð. Tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis.
Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða í ár annars vegar veittir styrkir til rannsókna á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði bæði að því er varðar launakjör og áhrif og hins vegar til rannsókna á áhrifum gildandi löggjafar hér á landi s.s. lögum um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2006 og verður úthlutað úr sjóðnum á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2006. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi 10 millj. kr. til ráðstöfunar fyrir hvert starfsár og að styrkir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað fást hér.