Auglýsingar ? meiriháttar (jafnréttis)mál.

Námstefna fyrir auglýsendur og markaðsfólk Miðvikudaginn 5. apríl milli kl. 9 - 13 mun Hugsaðu ehf í samstarfi við KOM Almannatengsl og Ímark halda námstefnuna Auglýsingar ? meiriháttar (jafnréttis)mál.
    • Hvað koma jafnréttismál auglýsingastefnu og ímynd fyrirtækja við?
    • Hvernig má nýta jafnréttissjónarmið og virkja gagnrýna hugsun í árangursríku markaðs- og kynningarstarfi?
    • Hvernig hafa íslensk fyrirtæki staðið sig? Niðurstöður jafnréttisgreiningar á markaðsstarfi Símans og Landsbankans verða kynntar auk fjölda annarra dæma úr íslensku markaðs- og auglýsingastarfi.
    • Hvað skal gera þegar neytendur bregðast illa við auglýsingu eða kynningu?

Dagskrá

    • ?Byrjar nú þetta kynjakjaftæði...? Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði í Háskóla Íslands
    • Hvað býr að baki auglýsinga? Sverrir Björnsson, Hvíta húsinu
    • Auglýsingar sem áhrifavaldur í samfélaginu. Katrín Anna Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Hugsaðu
    • Aukin áhrif þrýstihópa - krísustjórnun. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM Almannatengsla
    • Jafnréttisgreining ? Landsbankinn og Síminn
    • Umræður

Námstefnustjóri er Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður

Skráning á
kom@kom.is, www.kom.is og í síma 540 8814.
Verð 12.800 kr. Innifalið í verði eru námsstefnugögn og veitingar.
Ímark félagar fá 15% afslátt af verði.

Smelltu hér til að sjá auglýsinguna: http://www.hugsadu.is/auglysingar/meirihattarmal.gif