Bæklingur fyrir nýjar sveitarstjórnir

Jafnréttisstofa og félagsmálaráðuneytið hafa gefið út bækling undir nafninu ?Við viljum gera enn betur ? jafnrétti varðar okkur öll?.
Núna þegar sveitarstjórnarkosningarnar eru afstaðnar og flokkarnir eru í stjórnarmyndunar viðræðum vilja Jafnréttisstofa og félagmálaráðuneytið minna á mikilvægi þess að tilnefna bæði konur og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélaganna.

Bæklingurinn hefur verið sendur öllum oddvitum sveitarstjórna vonast Jafnréttisstofa og félagmálaráðuneytið til þess að sjá jafnari hlutföll kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á komandi kjörtímabili.

Við viljum gera enn betur - jafnrétti varðar okkur öll 

Jafnréttiskort:

Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa gerðu úttekt á kynjaskiptingu í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaganna fyrir kosningarnar. 58% sveitarfélaga svöruðu fyrirspurninni en í þeim búa 91,5% íbúa landsins og gefur þetta því ágæta mynd af stöðu mála.

Af þeim sem svöruðu voru samtals 4048 fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaganna. Þar af 1549 konur, eða 38,3% og 2499 karlar, eða 61,7%.

Hvernig á að lesa kortið? Sveitarfélög með jafna kynjaskiptingu (40%-60%) eru lituð græn, en þau sem eru með mjög ójafna kynjaskiptingu (0%-29%) eru rauð. Sveitarfélögin sem eru gul sýna hvar hallar á annað kynið á bilinu 30?39%. Grátt gefur til kynna að sveitarfélagið hafi ekki svarað fyrirspurninni.

  • Konur eru meirihluti fulltrúa í 4 sveitarfélögum á landinu.
  • 2 sveitarfélög eru gul vegna of lítillar þátttöku karla.
  • Í 3 sveitarfélögum er kynjaskiptingin nákvæmlega jöfn en 18 eru innan 40%-60%.
  • Þar sem kynjaskiptingin er ójöfnust eru konur 16,7% fulltrúanna.
  • Lægsta hlutfall karla er 29,2%.

Fleiri kort má sjá hér.