Bandamenn: Námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi - dagana 14.-15. apríl 2018

Stígamót bjóða upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn námskeiðsins er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna á heimasíðu Stígamóta