Brautryðjendur í stjórnmálum hljóta jafnréttisviðurkenningu

Jafnréttisráð veitir árlega jafnréttisviðurkenningar en í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð í ár að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna.
Konurnar eiga sammerkt að hafa verið fyrstar núlifandi kvenna til að gegna veigamiklum embættum í íslenskum stjórnmálum, þ.e. sem forseti Alþingis, sem ráðherra og sem formenn þingflokka.

Nánari upplýsingar um verðlaunahafa og myndir frá afhendingunni má sjá á síðu Velferðarráðuneytis.