Dagskrá á kvenréttindadaginn 19. júní

Kvenréttindadagurinn 19. júní verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík og á Akureyri. 

Í Reykjavík verður lagður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur klukkan 14:30. Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum þar sem félög kvenna  bjóða til kaffisamsætis kl. 15:00. Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningunum og eru gestir fundarins konur í framboði til embættis forseta Íslands.

Á Akureyri hefst kvennasöguganga klukkan 11:00. Aað þessu sinni verður gengið  í fótspor kvenna sem settu svip á Brekkuna en lagt er af stað frá Lystsigarðinum.
Kvennasöguganga á Akureyri 

Sunnudaginn 19. júní n.k. býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri  í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og  Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem settu svip á Brekkuna.
Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystsigarðinum klukkan 11:00. Göngufólk mæti á flötina við Café Laut.

Hátíðardagskrá í Hólavallakirkjugarði
Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadaginn 19. júní næstkomandi klukkan 14:30. Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, flytur stutt ávarp og flutt verður tónlistaratriði. Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum þar sem félög kvenna  bjóða til kaffisamsætis kl. 15:00.

Hátíðarfundur með forsetaframbjóðendum
Fögnum saman 101 árs afmæli kosningaréttar kvenna, sunnudaginn 19. júní 2016!
Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund sunnudaginn 19. júní kl. 15, á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.