Dagur gegn einelti


Á morgun 8. nóvember verður haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni www.gegneinelti.is.
Í Reykjavík verður haldinn opinn fundur í Þjóðmenningarhúsinu og hefst hann kl. 13.00. Nánari upplýsingar má sjá hér.