Daphne II verkefnastyrkir veittir fyrir 2006

Evrópusambandið veitir 9 miljónum evra til styrktar verkefna gegn kynbundnu ofbeldi.


Styrktarsjóðurinn Daphne II sem starfræktur verður til ársins 2008, hefur veitt 43 verkefnum styrki en samtals eru veittar 9 miljónir evra. Sjóðurinn er sérstakur verkefnasjóður eingöngu ætlaður til félagasamtaka sem vinna gegn ofbeldi sem snýr að konum og börnum. Í ár bárust 325 umsóknir og voru 271 þeirra voru taldar uppfylla þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu verkefnisins. Eingöngu var hægt að veita hluta þeirra styrki en áherslan í ár var á verkefni sem tengjast ofbeldi jafningja, Evrópu löggjöf um ofbeldi, gagnaöflun og greiningu ásamt verkefnum sem koma á framfæri góðri reynslu af fyrri vinnu í málaflokknum.

Flest verkefnin snúa að ofbeldi innan fjölskyldunnar, sem birtist á ólíkan hátt. Einnig var fjöldi umsókna um ofbeldi í opinberu rými s.s. skólum, hverfum, vinnustöðum og stofnunum. Einnig voru nokkur verkefni um mansal, umskurð kvenna, netið og barnaklám styrkt.

Næsta kall eftir verkefnum mun koma í desember og verður þema ársins einnig kynnt þá. Undirbúningur að framhaldi verkefnisins, Daphne III er hafin og á að vinna eftir þeirri áætlun árið 2009.

Engin íslensks félagsamtök lögðu inn umsókn í ár.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.