Erindi á ráðstefnunni Kynbundinn launamunur – Aðferðir til úrbóta

Föstudaginn 23. nóvember síðastliðinn var haldin ráðstefnan Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að birta erindin á heimasíðunni.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarpaði ráðstefnuna en hún fjallaði um að misrétti leyndist ótrúlega víða í samfélaginu og einn partur af því væri kynbundinn launamunur. Þrátt fyrir hástemmdar lýsingar þá hefur enn ekki tekist að vinna á kynbundum launamun og sagði félagsmálaráðherra að sú samningsbundna launaleynd sem hefur verið við lýði hér á landi, og færst í vöxt ef eitthvað er hin síðustu ár, hafi átt stóran þátt í því að viðhalda kynbundnum launamun.

Ræða félagsmálaráðherra á ráðstefnunni


Á ráðstefnunni fór Ingólfur V. Gíslason, sviðstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu, yfir helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á kynbundum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í fyrirlestrinum komu meðal annars fram áhugaverðar upplýsingar um þróun síðustu ára.

Glærur úr fyrirlestri Ingólfs V. Gíslasonar

Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi Alþýðusambands Íslands, ræddi um kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga.

Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, fjallaði um þær aðferðir sem Tryggingastofnun hefur notað til að greina kynbundinn launamun hjá stofnuninni.

Glærur úr fyrirlestri Sigríðar Lillýar Barldursdóttir

Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr, hélt fyrirlestur sem bar heitið "Tala minna, gera meira". Í fyrirlestrinum fjallaði Ingibjörg um fyrirtækið Skýrr og aðgerðir stjórnenda til að uppræta kynbundinn launamun, meðal annars að hvetja konur sérstaklega til stjórnunarstarfa, afnám launaleyndar, árlegar launakannanir og sérstakar greiðslur í fæðingarorlofi.

Glærur úr fyrirlestri Ingibjargar Óðinsdóttur

Anna Jörgensdóttir, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, var með erindi um aðgerðir gegn kynbundum launamun hjá Hafnarfjarðarkaupstað. Eftir stóra launakönnun árið 2001 var farið í markvissar aðgerðir gegn kynbundum launamun og greindi Anna frá þeim aðgerðum á ráðstefnunni.

Glærur úr fyrirlestri Önnu Jörgensdóttur