Eru sveitarfélögin að standa sig í jafnréttismálum?

Jafnréttisstofa stendur fyrir málþingi um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 – 13:15 á Hótel KEA. Kynntar verða íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum.

Á meðal þess sem var mælt voru þátttaka kynjanna í stjórnun sveitarfélaga, atvinnuþátttaka kvenna og karla og hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins.

Dagskrá:

12:00 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, setur fundinn

12:05 Hvernig mælum við jafnrétti?
 Kjartan Ólafsson, lektor í félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri

12:20 Staða jafnréttismála í íslenskum sveitarfélögum. Kynntar helstu niðurstöður
 Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu

12:35 Jafnréttisvogin frá sjónarhóli sveitarfélags
 Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar

12:50 Samantekt og umræður


Léttar hádegisveitingar í boði.
Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.