Eru þau með jafnrétti í farteskinu?

Andrea Hjálmsdóttir kynnir lokaverkefni sitt um viðhorf unglinga til jafnréttis kynjanna í AkureyrarAkademíunni.
Fyrirlestur á vegum AkureyrarAkademíunnar
Fimmtudaginn 7. júní kl. 20
Í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99

Andrea Hjálmsdóttir, kynnir lokaverkefni sitt í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Andrea rannsakaði viðhorf unglinga til jafnréttis kynjanna og komst að þeirri niðurstöðu að viðhorf þeirra nú eru íhaldssamari en þau voru árið 1992.

Hjálmar G. Sigmarsson, sérfræðingur á Jafnréttisstofu opnar umræðu að loknu erindinu.

Allir velkomnir