Félagsvísindatorg: Fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja

Miðvikudaginn 5. febrúar mun Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytja erindið „Fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja“ á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri. Félagsvísindatorgið fer fram í stofu M102 milli kl. 12 til 13.

Fjallað verður um kynjakvóta í stjórnum íslenskra fyrirtækja en þann 1. september sl. tóku gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40 prósent í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. Rætt verður um  áhrif laganna og þróun umræðna hérlendis og erlendis um aukin efnahagsleg völd kvenna auk þess sem Bergljót mun kynna nýtt verkefni Jafnréttisstofu sem á að ýta enn frekar undir jafnrétti kynjanna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja.

Bergljót Þrastardóttir er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Hún er mannfræðingur frá HÍ, lauk kennsluréttindanámi frá HA árið 2003 og framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ árið 2012.  Bergljót er í doktorsnámi við menntavísindasvið HÍ.