Fiðrildaganga Unifem og BAS - gegn kynbundnu ofbeldi

Í tilefni af Fiðrildaviku efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Gengið verður miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00 frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara 12 þjóðþekktir einstaklingar í góðum takti með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Göngunni lýkur svo með uppákomu á Austurvelli.

Dagskrá á Austurvelli

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi ávarpar göngufólk
Ellen Kristjáns og co taka lagið
Thelma Ásdísardóttir les ljóð

Kynnar verða BAS stelpurnar

Dagskrá lýkur um kl 21:15


Kyndlaberar

1. Thelma Ásdísardóttir. Starfskona Stígamóta
2. Amal Tamimi. Fræðslufulltrúi Alþjóðahúss
3. Tatjana Latinovic. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
4. Gísli Hrafn Atlason. Ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands
5. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra
6. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
7. Dagur B. Eggertsson. Læknir og borgarfulltrúi
8. Hrefna Hugósdóttir. Formaður ungliðadeildar Hjúkrunarfræðinga
9. Þórunn Lárusdóttir. Leikkona
10. Kristín Ólafsdóttir. Framleiðandi og verndari UNIFEM á Íslandi
11. Svafa Grönfeld. Rektor HR
12. Lay low. Söngkona

Í Fiðrildaviku UNIFEM er lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni í Kongó, Líberíu og Súdan sem hafa það að markmiði að uppræta ofbeldi gegn konum. Þetta er málefni sem snertir okkur öll því í dag verður ein af hverjum þremur konum í heiminum fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleið sinni!

Fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra og fiðrildaáhrif (butterfly effect) vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft stórkostleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Með þinni þátttöku getur þú haft fiðrildaáhrif!

Nánar um fiðrildaviku Unifem.