FJÖLBREYTNI - reynsla kanadískra fyrirtækja

Kanadíska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið, Háskóla Íslands – Stofnun stjórnsýslufræða, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Alþjóðahúsið, býður til opins málþings um reynslu og ávinning kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni (diversity) starfsmanna í fyrirrúmi. En Kanada þykir standa framarlega á þessu sviði og er m.a. með sérstakt ráðuneyti um fjölbreytni og fjölmenningu. Markmið málþingsins er að greina hvernig fjölbreytni starfsfólks, getur verið ávinningur fyrirtækja.

Málþingið fer að mestu fram á ensku og verður í Háskólatorgi, neðri hæð, stofu 104, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 15.15 – 17.00. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Aðal fyrirlesarar verða tvær konur sem hafa mikla reynslu af kanadísku viðskiptalífi. Yasmin Meralli er aðstoðarforstöðumaður hjá elsta og stærsta banka Kanada, Bank of Montreal, Diversity and Workplace Equity Unit og Cindy Chan forstjóri Info Spec Systems Inc., hugbúnaðarfyrirtæki sem hún stofnaði og sem hefur náð mjög góðum árangri bæði í Kanada, Bandaríkjunum og í Asíu. Báðar eru mjög vel þekktar fyrir sín störf í Kanada, eru afburðafyrirlesarar og hefur Cindy hlotið margháttaðar viðurkenningar fyrir sín störf.

Málþinginu stýrir Tatjana Latinovic, stjórnandi í þróunardeild Össsurar hf.


DAGSKRÁ
15.15 – 15.30  Fjölbreytni – skiptir máli.
Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi opnar málþingið.
Ávarp- Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, félags- og tryggingamálaráðuneyti

15.30 – 16.20 Framsöguerindi:
Connecting Diversity to Performance: Why Diversity Matters.

Yasmin Merallli, aðstoðarforstjóri, fjölbreytni og mannauðssviði, BMO Financial Group
Diversity, Entrepreneurship, and Internationalization.
Cindy Chan með-stofnandi og forstjóri InfoSpec Systems Inc.

16.20 – 17.00  
Fjölbreytni í framkvæmd – íslenska leiðin – getum við lært af reynslu Kanada?

Svali Björgvinsson framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, Kaupþing banki.
Tatiana K. Dimitrova leikskólastjóri, Bergi á Kjalarnesi.
Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur, stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi
Jón Hörðdal framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CCP.  

Lokaorð Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Léttar veitingar.