"Flengdar konur kvikmyndanna"

MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands býður upp á hádegisfyrirlestur þann13. mars í Miðjunni í HÍ.
Þar mun Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði, fjalla um flengdar konur kvikmyndanna en í kvikmyndum birtast ákveðnir þættir dægurmenningar okkar og þar á meðal sýnin á karla og konur. Frá upphafi kvikmynda má finna dæmi um að fullorðnar konur séu barngerðar m.a. með flengingu.Ástæður og réttlætingar hafa verið nokkrar og í erindinu verður fjallað um þær og sýnd dæmi úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.


Öll velkomin.