Foreldrar og fæðingarorlofið

23. september nk. stendur lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands, að ráðstefnu undir yfirskriftinni Foreldrar og fæðingarorlof -ráðstefna um framkvæmd laga nr. 95/2000.Ríflega fimm ár eru liðin frá gildistöku laganna og því vert að huga að því hvernig tekist hefur með framkvæmdina. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hafnarfjarðar.