Formennskuáætlun Noregs í norrænu ráðherranefndinni

Árið 2017 fer Noregur með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og hefur nú lagt fram áherslur sínar í jafnréttismálum.  Þær byggja á samstarfsáætlun ráðherranefndarinnar um jafnrétti kynja 2015-2018 sem ber yfirskriftina Saman í þágu jafnréttis – öflugri Norðurlönd. Áherslur ársins eru að vinna gegn ofbeldi og hatursorðræðu, jafnrétti á vinnumarkaði og karlar og jafnrétti. Fyrsti viðburður ársins verður ráðstefna um jafnrétti á vinnumarkaði undir yfirskriftinni Vinnumarkaður framtíðarinnar sem haldin verður í Osló dagana 7.-8. febrúar. 
Hér má lesa formennskuáætlun Norðmanna á norsku og á ensku.

Hér má lesa samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í jafnréttismálum á Íslensku.

Hér má finna nánari um ráðstefnuna Vinnumarkaður framtíðar 7.-8.febrúar 2017 á norksu og á ensku.