Formennskuáætlun Svía í Norrænu jafnréttissamstarfi

Svíþjóð fer með formennskuna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2018. Í yfir 40 ár hafa Norðurlöndin átt samstarf um jafnréttismál en löndin eiga öll sína sérstöðu þegar kemur að jafnréttismálum sem þau telja mikilvægt að deila hvert með öðru. Samstarfið byggist á fjögurra ára samstarfsáætlun 2015-2018 undir yfirskriftinni „Saman í þágu jafnréttis“.

Í formennskuáætlun sinni fyrir árið 2018 hefur Svíþjóð valið að leggja áherslu á karla og jafnrétti, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum og samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða. Á árinu muni Svíþjóð standa fyrir norrænum verkefnum og viðburðum byggðum á þessum þemum. 

Hér má lesa formennskuáætlun Svía á sænsku.