Frá bústýru til bæjarstjóra


Miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12.00-13.00 flytur Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og þingkona erindið „Frá bústýru til bæjarstjóra. Um kosningarétt kvenna og þátttöku í sveitarstjórnum”.
Félagsvísindatorgið verður í stofu M101 og er öllum opið án endurgjalds. 
Í erindinu mun Svanfríður fjalla um þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi og um þróun kosningaréttar kvenna til sveitarstjórna. Einnig mun hún fara yfir þátttöku kvenna og stöðu þeirra á sveitarstjórnarstiginu. 

Svanfríður Jónasdóttir er fyrrverandi bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. Hún hefur mikla reynslu af þátttöku í sveitarstjórnarmálum en hún var fyrst kjörin í sveitarstjórn árið 1982. Svanfríður hefur einnig starfað sem kennari, aðstoðarmaður ráðherra og sem alþingismaður. Hún er með meistaragráðu í menntunarfræðum og diplomu í hagnýtum jafnréttisfræðum. Svanfríður og tvær aðrar konur sem eru fyrrverandi sveitarstjórar, hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. sem mun enkum sinna ráðgjöf við sveitarfélög.