Fræðslufundur Jafnréttisstofu á Ísafirði

Jafnréttisstofa verður í Ísafjarðarbæ þriðjudaginn 11. júní og boðar til opins hádegisfundar í Háskólasetri Vestfjarða með íbúum á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja. Fundurinn fer fram frá kl. 12.00 til 13.00 og í boði verður súpa, brauð og kaffi.  

Á fundinum kynnir Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur Jafnréttisstofu, hlutverk stofunnar og skyldur sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja samkvæmt: 

  • Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
  • Lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018  og
  • Lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 sem leggja bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

Lögin um jafna meðferð tóku gildi í september 2018 en þau kalla á fræðslu um efni þeirra og gildissvið og gefst hér gott tækifæri til að setja sig vel inn í þessi nýju lög.

Jafnréttisstofa heldur einnig fræðslufund í Grunnskólanum á Ísafirði frá kl. 13.30 til 14.40 með skólastjórnendum, kennurum og námsráðgjöfum þar sem afrakstur verkefnisins „Bre-ak“ verður kynntur. Meðal afraksturs verkefnisins er nýtt og spennandi kennsluefni fyrir unglingastig grunnskólans og framhaldsskóla, kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og námsráðgjafa, útvarpsþættir og vefsíða þar sem nálgast má fróðleik í formi leikins efnis og tölvuleiks sem nýta má í kennslu.

  

Skráning á hádegisfundinn

 

 Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu