Framkvæmdastjóraskipti á Jafnréttisstofu

Margrét María Sigurðardóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu 1. júlí nk., en hún hefur verið skipuð umboðsmaður barna frá þeim tíma. Margrét María hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 1. nóvember 2003.
Starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út 9. júlí. Ákveðið hefur verið að Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, verði settur framkvæmdastjóri þangað til að gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.