Fyrirlestraröð Stígamóta um margbreytileika og forréttindi

Á haustmisseri opna Stígamót dyrnar upp á gátt og bjóða upp á morgunverðarfyrirlestra um margbreytileika  og forréttindi. Tilgangur þessarar fyrirlestrarraðar er að skoða hvernig ólíkur bakgrunnur ýmissa hópa hefur áhrif á forréttindi, fordóma og mismunun. Sérstök áhersla verður á ofbeldi og aðgang að þjónustu til að vinna úr afleiðingum þess. 


Stígamót tekur fram að við höfum alltaf verið meðvituð um að heimurinn er ekki svarthvítur.  Þó að kyn hafa mikil áhrif á það hver okkar eru í mestri hættu á að vera beitt ofbeldi, þá spila margar aðrar breytur stór hlutverk líka.    

Við höfum þegar ráðið karl til starfa til þess  að endurspegla þann veruleika að ofbeldi kemur körlum við. Karlar eru beittir ofbeldi og þeir beita því sumir sjálfir. 

Við höfum ráðið fötlunarfræðing til þess að endurspegla að ofbeldi gegn fötluðum er faldara og algengara en ofbeldi gagnvart öðrum hópum. Það varð til þess að við þurftum að endurskilgreina ofbeldi, því fatlaðir upplifa stundum aðrar birtingarmyndir ofbeldis en aðrir. 

Því miður náum við verr til erlendra kvenna en íslenskra.  Þær  sækja sér síður hjálp vegna kynferðisofbeldis og við viljum tryggja að þær viti af þjónustunni og mæta þörfum þeirra, m.a. með túlkaþjónustu.

Morgunverðarfyrirlestrarnir verða  haldnir á Stígamótum, Laugavegi 170, 2. hæð, sem hér segir; 

Fimmtud. 24. sept.  Kl. 8.30 – 10.00Tabú á Stígamótum
Þær Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir ræða kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki.

Þriðjud. 27. okt. Kl. 8.30 – 10.00Erlendar konur á Stígamótum
Samtök kvenna af erlendum uppruna og fleiri aðilar halda framsögur

Fimmtud. 26. nóv. kl. 8.30 – 10.00Hinsegin fólk á Stígamótum
Sigríður Birna Valsdóttir leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 ræðir "Hinseginmeðvitund í ráðgjafarstarfi". Frá Trans Ísland kemur Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Fimmtud. 10. Des. Kl. 8.30 – 10.00 Karlar á Stígamótum
Nánari upplýsingar  síðar 

Verið öll velkomin, við bjóðum upp á kaffi og brauð og það er frítt inn!