Fyrirlestur um mannlegt öryggi á norðlægum slóðum

Félagsvísindatorg Háskólans á Akureyri og minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2008 verða haldin sameiginlega miðvikudaginn 29. október.  Fyrirlesari verður Dr Gunhild Hoogensen, dósent við stjórnmálafræðideild Háskólans í Tromsö.    Fyrirlesturinn hefst kl. 12 í stofu L201 á Sólborg og er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofu
Titill fyrirlestursins er Drill Baby, Drill: from Energy to Human Security in the Circumpolar North.
Gunhild hefur m.a. rannsakað, kennt og skrifað um mannlegt öryggi á norðlægum slóðum, en einnig umhverfismál, málefni kynjanna og fleira. Hún fékk nýlega stóran styrk frá norska rannsóknaráðinu í verkefni sem hún leiðir á þessu sviði.

Allir eru velkomnir.