Girl Trouble

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands býður til sýningar á heimildamyndinni Girl Trouble sem gerð er af bandarísku kvikmyndagerðarkonunum Lexi Leban og Lidia Szajko. Myndin er 50 mínútur á lengd og að henni lokinni situr Lexi Leban fyrir svörum. Sýningin verður í Öskju, stofu 132, fimmtudaginn 4. maí kl. 12.15 ? 13.30.

Girl Trouble rekur sögu fjögurra unglingsstúlkna sem búa í San Fransisco í fjögur ár. Allar komast þær í kast við lögin af mismunandi ástæðum og ein þeirra eignast barn á tímabilinu. Bakgrunnur þeirra er mismunandi en einkennist þó af alkóhólisma, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi. Þær eru aðeins dæmi um þúsundir stúlkna sem lenda í vanda en ?kerfið? býður þeim upp á fátt annað en fangelsi og reynslulausnir. Hjálparsamtök kvenna reyna hvað þau geta til að aðstoða en aðstæðurnar sem stúlkurnar glíma við eru afar erfiðar.  Í myndinni kemur fram að á meðan glæpum hefur fækkað í San Fransisco hefur afbrotum stúlkna fjölgað um helming meðan aðeins 5% þess fjármagns sem ætlað er til endurhæfingar afbrotamanna fer til sérstakra verkefna í þágu stúlkna. 

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.