Góðir gestir á 19. júní

Í tilefni dagsins var Jafnréttisstofa með opið hús. Það ríkti sönn hátíðarstemning og litu gestir á öllum aldri við. Tekið var á móti fólki með sumarlegum veitingum og skálað var í bleikum svaladrykk. Var tækifærið notað til þess að ræða almennt um jafnréttismál og einnig var rýnt í nýútgefinn jafnréttisgátlista og nýútkomið tölublað 19. júní.
 
Kræsingar í tilefni dagsins.


Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra kom við í tilefni dagsins. Á myndinni
eru ásamt starfsfólki Jafnréttisstofu, Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri
Iðnaðarráðuneytisins og Einar Karl Haraldsson aðstoðarmaður ráðherra.


Skálað í bleiku.


Gestir á öllum aldri komu við.