Hátíðardagskrá 19. júní 2010

Í ár eru liðin 95 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru einnig 80 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands, 40 ár frá stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar, 30 ár frá forsetakjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá stofnun Stígamóta, 15 ár frá samþykkt Peking-áætlunarinnar og 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum.     Í tilefni kvenréttindadagsins í ár er boðið upp á dagskrá á Akureyri og í Reykjavík Akureyri

Kvennasögugangan í ár hefst kl. 12 við Minjasafn Akureyrar og endar í Lystigarðinum.  Lystigarðurinn er einn af perlum  Akureyrarbæjar en um þessar mundir eru 100 ár frá stofnun Lystigarðsfélagsins sem stuðlaði meðal annars að sköpun og ræktun garðsins sem opnaður var formlega árið 1912.  Frú Anna Schiöth var í fararbroddi við stofnun Lystigarðsfélagsins. Í garðinum er að finna brjóstmynd af frú Margarethe Schiöth, tengdadóttur Önnu sem hélt starfinu áfram, og á stöpul hennar er letrað "Hún gerði garðinn frægan".

Kvennasögugangan verður leidd af Guðrúnu Maríu Kristinsdóttur, formanni Zontaklúbbs Akureyrar

Hlín Bolladóttir, bæjarfulltrúi mun flytja ávarp og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu mun einnig ávarpa göngugesti.

Í Lystigarðinum bjóða konur í Zontaklúbbnum Þórunn Hyrna upp á kaffi og Kristjánsbakarí býður upp á kleinur með kaffinu.Reykjavík

Kynning á kvennafrídeginum 24.-25. október 2010

Hátíðarhöld á kvenréttindadeginum 19. júní verða í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkurborgar og hefjast kl. 16.00.

Dagskrá:

• Setning: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, setur hátíðina
 
• Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kynnir kvennafrídaginn 24. október og Skotturnar regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar

• Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari kvennafrídagsins 2010, ávarpar fundargesti

• Kristín Þóra Harðardóttir tilkynnir styrkveitingar frá Menningar- og minningasjóði kvenna
 
• Kynning á 19. júní, blaði Kvenréttindafélags Íslands og tímaritinu Húsfreyjan


• Margrét Rögnvaldsdóttir kynnir úrslit hönnunarsamkeppni Skottanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands á barmmerki kvennafrídagsins
 
• Áfram stelpur hópurinn syngur baráttusöngva. Söngur: Brynhildur Björnsdóttir, Eline McKay, Margrét Pétursdóttir og Esther Jökulsdóttir. Píanóleikur: Arnhildur Valgarðsdóttir
 
• Léttar veitingarÖll velkomin!