Hátíðardagskrá og samstaða á Akureyri

Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn
kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður flutt hátíðardagskrá kl. 16:15 í Kvosinni
í Menntaskólanum á Akureyri en þaðan verður haldið að Ráðhústorgi þar sem samstaða gegn kynbundnu ofbeldi fer fram.
Hátíðardagskrá kl. 16:15

Erindi flytja:

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
– Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára

Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsmálaráðs
– Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn ofbeldi

Þórdís Elva Þorsteinsdóttir Bachmann, höfundur bókarinnar „Á mannamáli“

Tónlistaratriði:
Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson

Samstaða á Ráðhústorgi kl.17:15

Ljósaganga niður að Ráðhústorgi kl. 17:00, nemendur úr MA leiða gönguna
Kyndlaberar verða úr röðum lögreglunnar, stéttarfélaga, Leikfélags Akureyrar o.fl.
Þátttakendur í göngunni mynda handaband á Ráðhústorgi
Veitingastaðir í bænum sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi á Ráðhústorgi þar sem boðið verður upp á súpu, kakó og jólakökur.

Tónlist:
Snorri Guðvarðsson

Allir velkomnir

Jafnréttisstofa
Akureyrarbær
Menntaskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri
Zontaklúbbarnir á Akureyri
Soroptimistafélagið á Akureyri
Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
UNIFEM á Íslandi

Auglýsingu má nálgast hér