Heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna heldur varðar samfélagið allt

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu M101 nú í hádeginu. Þar fjallar Svala Ísfeld Ólafsdóttir um nýtt ákvæði í almennum hegningarlögum sem ætlað er að vinna gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Einnig lýsir hún aðdraganda ákvæðisins og forsendum, efni þess og tilgangi, auk þeirra sjónarmiða sem það byggir á.

Svala Ísfeld Ólafsdóttir er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður refsiréttarnefndar.